Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1297 svör fundust

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

Nánar

Hvernig er hugtakið stjórnsýsla skilgreint?

Ekki er til ein samræmd skilgreining á stjórnsýsluhugtakinu. Með stjórnsýslu er oftast átt við opinbera stjórnsýslu (e. public administration), sem í sinni víðustu merkingu felur einfaldlega í sér alla þá starfsemi sem lýtur að því að framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Samkvæmt þessari skilgreiningu nær o...

Nánar

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?

Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...

Nánar

Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?

Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er. Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður mannta...

Nánar

Er hægt að dæma mann fyrir morð ef hann drepur einhvern sem þegar hefur verið úrskurðaður látinn og þurrkaður út af þjóðskrá?

Rétthæfi manns lýkur þegar hann deyr. Samkvæmt íslenskum rétti geta allir menn átt réttindi og borið skyldur og getur því sérhver maður verið réttaraðili, en í því er rétthæfi einmitt fólgið. Hafi maður horfið og líkur benda til þess að hann sé ekki lengur á lífi er unnt að ákveða með dómi að horfinn maður skuli ...

Nánar

Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?

Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...

Nánar

Falla ritreglur undir málfræði?

Hugtakið ritreglur er tengt stafsetningu og greinarmerkjasetningu og merkir reglur um þær. Í mörgum samfélögum er stafsetning stöðluð eða jafnvel opinber. Það á til mynda við um íslensku. Núverandi reglur um ritun hennar eru ritreglur Íslenskrar málnefndar. Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem...

Nánar

Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?

Upprunalega spurningin var: Er til skilgreining á hugtakinu stofnun, þá er til dæmis átt við kirkjuna eða sjúkrahús sem stofnun? Stofnun er meðal annars skilgreind sem „föst starfsemi með ákveðin verkefni í almanna þágu“, og einnig „eitthvað fyrirtæki eða annars konar skipulögð starfsemi, opinber eður ei, s...

Nánar

Hverjir hafa hafnað Nóbelsverðlaununum og af hverju?

Fimm einstaklingar hafa hafnað Nóbelsverðlaunum frá því þau voru fyrst veitt árið 1901. Þetta eru þeir Boris Pasternak, Jean-Paul Sartre, Le Duc Tho, Adolf Butenandt og Gerhard Domagk. Tveir þeir síðastnefndu tóku þó við verlaununum að lokum. Árið 1958 hlaut sovéski rithöfundurinn Boris Leonídovítsj Pasternak (...

Nánar

Hvaðan kemur nafn dymbilviku?

Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...

Nánar

Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?

Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk ...

Nánar

Hvaða tungumál eru töluð á Spáni?

Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...

Nánar

Hvert er hlutverk Alþingis?

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk: Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein). Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein). Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein). Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Pálsson rannsakað?

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans síðastliðna fjóra áratugi hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og lí...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?

Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...

Nánar

Fleiri niðurstöður